Við sögum steinsteypu, vikur og malbik. Sögum göt á veggi fyrir dyrum, gluggum, lögnum o.s.frv. Sögum göt í gólfplötur og loftplötur, fyrir stigum, lyftum, lögnum o.s.frv. Erum með margar tegundir af veggja og gólfsögum. Með nýjustu söginni okkar sem er ein fullkomnasta vél sem er til fyrir steypusögun eru þykkir veggir og gólf ekki lengur vandamál. Sögin tekur 1800mm sagarblað sem sagar allt að 80cm þykka steypu öðru megin frá. Nýjasta byltingin í steypusögun á Íslandi er vírasögin okkar sem sagar óháð þykkt (ótakmörkuð þykkt). Steinsteypa og klappir sem áður hefur þurft að fleyga og sprengja er nú hægt að saga snyrtilega, án ryks, án mikils hávaða og hættu á að skemma umhverfið í kringum verksvæðið. Með aukabúnaði fyrir sömu sög getum við sagað hrinlaga op allt að 4,2metrar í þvermál í gegn um 1,6metra þykka steypu og klappir. Veitum góðfúslega allar nánari upplýsingar um þessa nýjung í steinsteypusögun.Steypusögun er okkar fag !!! |
[Til baka]